Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   mán 02. október 2023 16:00
Haraldur Örn Haraldsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Árangur verri þegar lið taka þátt í Evrópu
Haraldur Örn Haraldsson
Hallgrímur Jónasson þjálfari KA
Hallgrímur Jónasson þjálfari KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Haraldur Örn Haraldsson
Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði KA í leik gegn Club Brugge í forkeppni Sambandsdeildarinnar
Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði KA í leik gegn Club Brugge í forkeppni Sambandsdeildarinnar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Höskuldur Gunnlaugsson í leik gegn Struga í forkeppni Sambandsdeildarinnar
Höskuldur Gunnlaugsson í leik gegn Struga í forkeppni Sambandsdeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sambandsdeildar bikarinn
Sambandsdeildar bikarinn
Mynd: EPA

Breiðablik og KA hafa bæði átt slakara tímabil í sumar en þessi lið áttu síðasta sumar. Breiðablik vann deildina í fyrra en sitja núna í 3. sæti en þeir tryggðu Evrópusætið sitt um helgina. KA endaði í fyrra í 2. sæti en er í 7. sæti núna og þar af leiðandi hafa þeir misst af Evrópusæti. Þessi lið stefndu bæði hærra fyrir tímabilið en þjálfarar beggja liða hafa bent á það að leikjaálag hefur haft stór áhrif á þessa niðurstöðu.


Ég leit yfir síðustu 3 tímabil hjá íslenskum félagsliðum sem hafa spilað að minnsta kosti tvær umferði í Evrópu og skoðaði hvert sigurhlutfall þessara liða er áður en Evrópukeppnin hefst og síðan hvert hlutfallið er eftir það. Tölfræðin þar sýnir fram á það að leikjaálagið hefur einhver áhrif, þar sem sigurhlufall liða áður en Evrópukeppni hefst, er rétt yfir 60% en dettur niður í 50% eftir að Evrópukeppni hefst.

 Ég ræddi við Höskuld Gunnlaugsson leikmann og fyrirliða Breiðabliks og Hallgrím Jónasson aðalþjálfara KA og spurði þá hvernig þeir upplifðu leikjaálagið og hvort að þeim fyndist það hafa þessi áhrif.

„Já og nei,“ sagði Höskuldur aðspurður hvort þessi tölfræði kæmi honum eitthvað á óvart, „það er náttúrulega aukið leikjaálag og miðað við ´budget´ hjá íslenskum liðum þá er það ekki að hjálpa heldur hvernig ferðalögum er háttað. Það eru kannski tengiflug og að bæta því ofan á álagið allt til þess að ná endurheimt í stífu leikjaprógrami þá hjálpar það ekki.“

Eins og fram hefur komið hefur þjálfari Höskulds, hann Óskar Hrafn Þorvaldsson kvartað undan leikjaálagi. Sumir fjölmiðlar og stuðningsmenn á samfélagsmiðlum hafa hinsvegar talað þetta niður og telja þetta vera lélega afsökun. Höskuldur hefur hinsvegar upplifað þetta leikjaálag sjálfur og hann telur þessi umræða alveg eiga rétt á sér.

„Að því leiti, ef ég hugsa þetta frá því sjónarhorni að gefa Evrópuliðum sem bestan séns í Evrópukeppnum. Þá þarf maður ekki að horfa langt, bara til frændur (Færeyjar t.d.) okkar, hvernig þeir gefa þessum liðum svigrúm til þess að auka líkur þeirra að fara langt í þessum keppnum. Með því þá að fresta leikjum eða færa deildarleiki, og það er einhver ástæða fyrir því, það er einhver ástæða fyrir því að þetta hefur verið gert lengi. Það er náttúrulega bara út af leikjaálagi. Þannig já, já, þetta er alveg ´valid´. Það er samt náttúrulega þannig með leikmannahópinn og þjálfarana að ´narratívið´ innanborðs er þannig að við látum þetta ekki á okkur fá, og við látum þetta vinna frekar með okkur en á móti. Það mætti samt alveg skoða þetta hjá Knattspyrnusambandinu og liðin í deildinni til þess að skapa meira svigrúm."

Þess má geta að í þessari tölfræði sem ég tók saman var íslandsmeistara lið Breiðabliks frá því í fyrra inn í menginu, en þeirra gengi í fyrra dró sigurhlutfall liða eftir að Evrópukeppni hefst töluvert upp. Hallgrímur Jónasson benti einmitt á það að í ár þar sem Breiðablik fer enn lengra í evrópukeppni hefur gengið fengið að líða fyrir það.

„Nú fór Breiðablik langt í Evrópukeppni en þeir unnu deildina í fyrra með einhverjum 14 stigum, en núna eru þeir 20 stigum á eftir liðunum sem eru ekki í þessu. Síðan við (KA) hættum í Evrópukeppni þá eru síðustu 6 leikir í deild, 5 sigrar og 1 jafntefli. Við erum þar með 16 stig af 18 mögulegum sem er náttúrulega magnað. Þegar við vorum í Evrópukeppninni þá vorum við heppnir að vinna Keflavík, við töpum fyrir Fram, jafntefli við Fylki, svo dettum við úr Evrópukeppni og við bara vinnum alla leiki. Ég finn bara að þetta hefur áhrif. Við erum með 53 leiki á þessu ári sem er náttúrulega meira en leikur á viku, ég held að þetta hafi verið 45 KSÍ leikir. Við gátum ekki spilað fleiri leiki. Við spilum Kjarnafæðismótið, svo förum við í úrslit í Lengjubikar þannig við spilum alla leikina þar, og fórum í úrslit í bikar, spilum alla leikina þar, og 6 auka Evrópuleikir. Við fórum eins langt og hægt er í öllum keppnum, nema náttúrulega Evrópu. Það er ekki eðlilegt að Breiðablik sé svona langt frá Víking í deildinni, það er bara útaf álagi, það er 25 stiga munur í því."

Hallgrímur vill meina að knattspyrnusambandið getur gert betur í þessum málum, og að það sé íslenskum liðum í hag, að breyta fyrirkomulaginu til þess að létta á álaginu fyrir Evrópulið. „Það sem að ég vil fá er að íslenska deildin gefi frí á meðan þetta stendur yfir til þess að hjálpa liðum í Evrópu. Ef við gefum þriggja vikna frí eins og í Færeyjum þá bara færu hin liðin í sumarfrí, það er líka sumarfrí í öðrum deildum.“


Athugasemdir
banner
banner