Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
sunnudagur 28. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 30. september
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 27. apríl
Championship
Blackburn 0 - 0 Coventry
Bristol City 2 - 0 Rotherham
Cardiff City 0 - 4 Middlesbrough
Huddersfield 1 - 1 Birmingham
Hull City - Ipswich Town - 19:00
Millwall 0 - 0 Plymouth
Norwich 2 - 2 Swansea
Sheff Wed 2 - 0 West Brom
Southampton 0 - 1 Stoke City
Watford 0 - 0 Sunderland
Úrvalsdeildin
Man Utd 0 - 0 Burnley
Newcastle 3 - 1 Sheffield Utd
Wolves 2 - 0 Luton
Aston Villa - Chelsea - 19:00
Everton - Brentford - 16:30
Fulham 1 - 0 Crystal Palace
West Ham 2 - 2 Liverpool
Bundesligan
Bayern 2 - 1 Eintracht Frankfurt
RB Leipzig 4 - 1 Dortmund
Freiburg 1 - 2 Wolfsburg
Leverkusen - Stuttgart - 16:30
Augsburg 0 - 3 Werder
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Chelsea W - Barcelona W - 16:30
Serie A
Juventus - Milan - 16:00
Lazio - Verona - 18:45
Lecce 1 - 1 Monza
Eliteserien
Rosenborg - Bodo-Glimt - 16:00
Toppserien - Women
Stabek W 0 - 1 SK Brann W
Kolbotn W 4 - 1 Arna-Bjornar W
Lillestrom W 3 - 1 Asane W
Rosenborg W 1 - 0 Roa W
La Liga
Almeria 1 - 2 Getafe
Alaves - Celta - 16:30
Atletico Madrid - Athletic - 19:00
Las Palmas 0 - 2 Girona
Damallsvenskan - Women
Brommapojkarna W 4 - 0 Vittsjo W
Rosengard W 3 - 0 AIK W
Kristianstads W 0 - 2 Hammarby W
Vaxjo W 2 - 1 Linkoping W
Hacken W 3 - 1 Pitea W
Norrkoping W 1 - 0 Trelleborg W
Djurgarden W 2 - 0 KIF Orebro W
Elitettan - Women
Eskilstuna United W 1 - 0 Gamla Upsala W
Umea W 2 - 1 Orebro SK W
Mallbacken W 0 - 0 Alingsas W
Uppsala W 4 - 0 Kalmar W
fim 28.mar 2024 14:30 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Hafnaði stórliðum, rappaði með Haaland og lærir lögfræði á Skaganum

Erik Tobias Sandberg er einn áhugaverðasti leikmaðurinn í Bestu deildinni fyrir sumarið en hann gekk á dögunum í raðir ÍA eftir að hafa spilað í Noregi fyrstu ár ferilsins. Sandberg var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Noregs og voru Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson að berjast um hann. Hann var fyrirliði í norsku unglingalandsliðunum en meiðsli settu strik í reikninginn. Þessi góðvinur Erling Haaland er núna mættur á Akranes og ætlar að hjálpa Skagamönnum að festa sig í sessi í efstu deild.

Í leik með ÍA á undirbúningstímabilinu.
Í leik með ÍA á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er mikil fótboltasaga á Akranesi.
Það er mikil fótboltasaga á Akranesi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hafði aldrei komið til Íslands áður en ég samdi við ÍA. Það er auðvitað stór ákvörðun að flytja til annars lands en þess vegna kom til að skoða aðstæður fyrst og til að finna tengingu'
'Ég hafði aldrei komið til Íslands áður en ég samdi við ÍA. Það er auðvitað stór ákvörðun að flytja til annars lands en þess vegna kom til að skoða aðstæður fyrst og til að finna tengingu'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnór Smárason, fyrirliði ÍA.
Arnór Smárason, fyrirliði ÍA.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
Marki fagnað á undirbúningstímabilinu.
Marki fagnað á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson.
Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson.
Mynd/EPA
'Að fara að spila unglingafótbolta er ekki það sama og að spila fullorðinsbolta með góðu félagi í Noregi. Að vera áfram í Noregi var miklu betri möguleiki fyrir mig'
'Að fara að spila unglingafótbolta er ekki það sama og að spila fullorðinsbolta með góðu félagi í Noregi. Að vera áfram í Noregi var miklu betri möguleiki fyrir mig'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lenti í erfiðum meiðslum.
Lenti í erfiðum meiðslum.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Þá gerðist eitthvað. Hann æfði vel og varð að skrímsli. Hann var þá farinn að spila með eldri strákum í landsliðinu og leit aldrei til baka. Í dag er hann besti leikmaður í heimi'
'Þá gerðist eitthvað. Hann æfði vel og varð að skrímsli. Hann var þá farinn að spila með eldri strákum í landsliðinu og leit aldrei til baka. Í dag er hann besti leikmaður í heimi'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erik Botheim, sem spilar í dag með Malmö, var líka í Flow Kingz.
Erik Botheim, sem spilar í dag með Malmö, var líka í Flow Kingz.
Mynd/EPA
'Við eigum einhver óútgefin lög frá nokkrum árum síðan en ég held að við munum ekki gefa þau út. Því miður. Kannski verður endurkoma, maður veit aldrei'
'Við eigum einhver óútgefin lög frá nokkrum árum síðan en ég held að við munum ekki gefa þau út. Því miður. Kannski verður endurkoma, maður veit aldrei'
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Var fyrirliði í unglingalandsliðum Noregs.
Var fyrirliði í unglingalandsliðum Noregs.
Mynd/Getty Images
Er að læra lögfræði meðfram fótboltanum.
Er að læra lögfræði meðfram fótboltanum.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég ætla að klára fótboltaferilinn og svo fer ég að einbeita mér að því'
'Ég ætla að klára fótboltaferilinn og svo fer ég að einbeita mér að því'
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Ég er mjög spenntur fyrir tímabilinu. Það eru mörg ár síðan ég hef verið svona spenntur fyrir tímabili'
'Ég er mjög spenntur fyrir tímabilinu. Það eru mörg ár síðan ég hef verið svona spenntur fyrir tímabili'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: ÍA
Hin hliðin - Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)

„Maður finnur fyrir sögunni," segir norski varnarmaðurinn Erik Tobias Sandberg sem er mættur á Akranes í eitt sögufrægasta fótboltalið landsins, ÍA. Þegar gengið er um félagsheimilið, þá lekur sagan af veggjunum. Fyrir 30 árum síðan var ÍA langbesta lið landsins.

„Það er mikið af myndum í félagsheimilinu frá gullaldartímabilinu þegar liðið var það besta á landinu. Það eru nokkrir af þeim leikmönnum í kringum félagið núna. Það væri gaman að komast aftur á þann stað en það tekur tíma. Við ætlum að festa okkur í sessi í Bestu deildinni og ef við höldum áfram að vinna rétt, þá getur ÍA komist aftur á toppinn. Þú ferð ekki beint úr því að komast upp og í það að vinna deildina. En við viljum ekki vera upp og niður, eins og ÍA hefur verið síðustu árin," segir Sandberg sem skrifaði undir tveggja ára samning við ÍA fyrir stuttu.

Er að venjast Íslandi
Sandberg er 23 ára gamall miðvörður sem er uppalinn í Lilleström en hann á 103 leiki í öllum keppnum með uppeldisfélagi sínu, Skeid og Jerv. Alls á hann 31 leik í efstu deild en hann ákvað núna að upplifa nýtt ævintýri í öðru landi.

„Fólkinu þykir mjög vænt um ÍA"

„Fyrstu vikurnar á Íslandi hafa verið mjög góðar. Félagið og liðsfélagar mínir hafa hugsað vel um mig. Allir á Akranesi eru mjög vingjarnlegir. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt hingað til og það hefur gengið í fótboltanum sem hefur gert þetta enn betra fyrir mig. Þetta er aðeins öðruvísi en Noregur en ég er svo sannarlega að venjast þessu," segir varnarmaðurinn við Fótbolta.net.

„Akranes er mjög fallegur bær sem er umkringdur flottri náttúru. Ég hef tekið eftir því að það snýst mikið um fótbolta í bænum. Þegar það gengur vel í boltanum þá eru allir í bænum glaðir. Fólkinu þykir mjög vænt um ÍA."

Hann hafði aldrei komið til Íslands áður en hann samdi við ÍA.

„Ég hafði aldrei komið til Íslands áður en ég samdi við ÍA. Það er auðvitað stór ákvörðun að flytja til annars lands en þess vegna kom til að skoða aðstæður fyrst og til að finna tengingu. Það er öðruvísi en að heyra bara af staðnum. Mér líkar mjög vel við Ísland, þetta er fallegur staður. Það er smá munur á Íslandi og Noregi, en menningin er ekkert svo frábrugðin og veðrið er nokkurn veginn það sama. Það er kalt á báðum stöðum. Ég er vanur kuldanum. Það er aðeins meiri vindur á Íslandi og Noregur er auðvitað stærra land."

Var í miklu sambandi við Arnór
Hann segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun fyrir sig á endanum að semja við ÍA. Hann þekkir Arnór Smárason, fyrirliða Skagamanna, afar vel eftir að þeir spiluðu saman hjá Lilleström.

„Á endanum var það ekki erfið ákvörðun fyrir mig að koma hingað. Ég var að leita að nýju félagi þegar samningur minn í Noregi rann út. Ég var búinn að vera í sambandi við Arnór Smárason, fyrirliða ÍA. Hann var liðsfélagi minn hjá Lilleström fyrir nokkrum árum. Hann sagði við mig að það væri laus staða í ÍA og að þeir hefðu áhuga," segir Sandberg.

„Við töluðum mikið saman og svo bauð ÍA mér í heimsókn til að skoða aðstæður. Ég gerði það og eftir að ég hafði verið þarna í þrjá eða fjóra daga, skoðað aðstæðurnar og hitt alla, þá var það ekki erfið ákvörðun fyrir mig að taka. Ég var viss um að þetta væri rétta skrefið fyrir mig."

„Ég myndi segja að ég og Arnór séum góðir vinir. Við höfum ekki hist mikið undanfarið þar sem við höfum verið í mismunandi löndum en við höfum haldið sambandi í gegnum samfélagsmiðla. Þegar við spiluðum saman í Lilleström vorum við góðir vinir. Við vorum meiddir á sama tíma og vörðum miklum tíma saman í ræktinni."

Áhugi frá Arsenal og Man Utd
Fyrir átta árum var mikil fjölmiðlaathygli í kringum Sandberg þar sem hann var sterklega orðaður við ensku stórliðin Arsenal og Manchester United. „Arsenal vann baráttuna við Manchester United um unglingastjörnuna Erik Tobias Sandberg," segir í fyrirsögn frá The Sun sumarið 2016. Hann fór hins vegar ekki til Arsenal en honum fannst það ekki spennandi kostur á þeim tíma.

„Það var mikið talað í fjölmiðlum og þess háttar"

„Það var áhugi þegar ég var mjög ungur, 15 eða 16 ára. Svo fór ég upp í aðalliðið hjá Lilleström sem var mitt heimafélag í Noregi. Ég hafði því ekkert sérlega mikinn áhuga á að fara annað," segir Sandberg.

„Ef ég hefði farið til Englands þá hefði ég farið í unglingaliðin og það var ekki eitthvað sem ég hafði áhuga á að gera. Ég var ekki mikið að íhuga þetta en það er vissulega alltaf gaman þegar stór félög sýna áhuga."

„Á þessum tíma var ég með umboðsmann og ég var aldrei í beinu sambandi við þessi félög. Það var mikið talað í fjölmiðlum og þess háttar en ég vildi spila fullorðinsfótbolta í Lilleström. Að fara að spila unglingafótbolta er ekki það sama og að spila fullorðinsbolta með góðu félagi í Noregi. Að vera áfram í Noregi var miklu betri möguleiki fyrir mig."

Missti mikilvægustu árin
Sandberg byrjaði ungur að spila með aðalliði Lilleström en meiðsli höfði áhrif á þróun hans.

„Ég var alltaf staðráðinn í að koma til baka"

„Það gekk vel hjá mér í Lilleström. Ég var mjög ungur þegar ég fór upp í aðalliðið. Fyrstu árin spilaði ég ekki mikið en ég byrjaði að spila meira þegar ég var 18 ára. Þróunin gekk vel en á þessum tíma fór ég að meiðast illa. Ég held að álagið hafi verið of mikið á mér þegar ég var ungur og um tíma var alltaf eitthvað að plaga mig. Þetta voru smávægileg meiðsli og það var erfitt. Ég kom alltaf til baka og fékk að spila leiki. Það gekk vel á þessum tíma - frá því ég var 15 til 18 ára. Það var besti tíminn minn hjá Lilleström," segir Sandberg.

„Eftir það lenti ég í erfiðum meiðslum og það var erfiður tími. Árin 2019 og 2020 voru erfiðustu árin. Ég var að komast í gegn hjá aðalliðinu og svo sleit ég krossband. Og lenti svo í frekari hnémeiðslum eftir það. Ég var frá þarna í tvö ár og það var virkilega erfitt andlega."

„Ég fékk ekki að upplifa aðalliðsfótbolta án meiðsla og það eina sem ég sá þarna í einhver tvö ár voru veggirnir í líkamsræktinni. Þetta er erfið æfing andlega, en ég hugsaði aldrei samt um að gefast upp. Ég var alltaf staðráðinn í að koma til baka og ég reyndi að hugsa um að nýta tímann til að styrkja mig í öðrum þáttum leiksins. Ég ætlaði að verða sterkari líkamlega. "

Hann missti mikilvægustu árin sín í þróun sinni sem fótboltamaður en hann vonast til að komast aftur á þann stað sem hann var á fyrir meiðslin.

„Eftir að ég kom til baka árið 2021, þá hef ég ekki lent í erfiðum meiðslum. Ég hef æft til að forðast þessi vondu meiðsli. Ég kom til baka sterkari líkamlega og andlega. Ég missti samt sem áður mikilvægustu árin í þróun minni sem fótboltamaður, árin sem þú þróast mest. Það var erfitt að komast á sama stig og ég var áður á, en ég held að ég geti komist þangað aftur," segir Sandberg.

Spilaði með Haaland í yngri landsliðunum
Sandberg lék á sínum tíma 54 yngri landsleiki fyrir Noreg og var stundum með fyrirliðabandið. Hann spilaði með Erling Haaland, sóknarmanni Manchester City í yngri landsliðunum.

„Í dag er hann sá besti í heiminum"

„Það var mjög góð reynsla fyrir mig. Ég spilaði mikið fyrir norsku yngri landsliðin frá því ég var 15 ára og þangað til ég var 19 ára. Það var frábær reynsla þar sem við komumst á lokamót. Við vorum með mjög gott lið í mínum árgangi og ég var fyrirliði þess liðs. Þú getur lært mikið af landsliðsfótbolta. Þetta voru frábær ár á mínum ferli," segir Sandberg.

„Það var mjög gaman að spila með Erling (Haaland), sem og öðrum í liðinu. Sumir þeirra eru núna í A-landsliðinu og þetta var góð kynslóð. Á þessum tíma þegar ég spilaði með Erling þá voru allir einhvern veginn í sama gæðaflokki. Hann var ekki miklu betri en aðrir en þróun hans byrjaði þegar hann var í kringum 17 ára aldurinn. Þá gerðist eitthvað. Hann æfði vel og varð að skrímsli. Hann var þá farinn að spila með eldri strákum í landsliðinu og leit aldrei til baka. Í dag er hann besti leikmaður í heimi. Það er gaman að sjá að ég var einu sinni á hans gæðastigi en í dag er hann sá besti í heiminum. Við erum góðir vinir og ég er alltaf ánægður þegar hann er að gera góða hluti."

Er möguleiki á því að Haaland komi í heimsókn á Akranes í sumar?

„Hann er upptekinn maður og ég get ekki lofað því að hann komi á Akranes í sumar. Þegar hann fær loksins frí, þá fer hann örugglega á hlýrri stað," segir Sandberg og hlær.

Rappsveitin fræga
Haaland og Sandberg voru saman í rappsveit þegar þeir voru yngri, en sú sveit bar heitið Flow Kingz.

„Kannski verður endurkoma, maður veit aldrei"

„Það var eitthvað sem við gerðum saman þegar við vorum í U16 landsliðinu. Við vorum góðir vinir; hann, ég og Erik Botheim sem spilar fyrir Malmö núna. Okkur leiddist stundum á milli æfinga og þá tókum við upp á því að gera skemmtilega hluti. Við fengum hugmynd að því að gera lag saman. Við fundum takt og bjuggum til texta. Svo tókum við það upp og bjuggum til myndband með því. Þetta var bara brandari. Ef þú skilur textann, þá hefur hann enga þýðingu. Þetta er bara algjör brandari," segir Sandberg og bætir við:

„Við gerðum þetta á einhverjum tíu mínútum. Það eina sem skipti máli var að textinn rímaði en hann hafði enga þýðingu."

„Svo gerðum við tónlistarmyndband og sýndum danshæfileika okkar. Við ákváðum svo að gefa það út og myndbandið fékk góðar móttökur. Mér finnst gaman að fólk tali enn um brandara frá tíu árum síðan. Við erum stoltir af niðurstöðunni, svo sannarlega. Þegar fólk talar um myndbandið, þá er það bara skemmtilegt og mér finnst gaman að tala um það og vekja athygli á myndbandinu."

Er von á nýjum lögum á næstunni?

„Nei, ég held ekki. Við eigum einhver óútgefin lög frá nokkrum árum síðan en ég held að við munum ekki gefa þau út. Því miður. Kannski verður endurkoma, maður veit aldrei. Það væri gaman að koma fram saman einhvern tímann."



Klárar lögfræðina
Ásamt því að spila fótbolta, þá er Sandberg að læra lögfræði í Noregi. Hann ætlar sér að verða lögfræðingur þegar ferlinum er lokið.

„Það er mikilvægt fyrir mig að vera með plan"

„Ég er að klára lögfræðina og er að skrifa meistararitgerðina mína. Þegar ég klára það, þá verð ég lögmaður. Námið hentar vel þó það sé í Osló. Ég þarf ekki að vera á staðnum. Ég missi af fyrirlestrunum en er að lesa allt sjálfur. Þegar ég var í Noregi þá bjó ég ekki þar sem námið fer fram og það er það sama hérna," segir Sandberg.

„Þú ert með mikinn frítíma sem fótboltamaður og að lesa í frítímanum er ekkert mál fyrir mig. Þegar ég verð lögmaður þá ætla ég ekki að byrja að vinna strax. Ég ætla að klára fótboltaferilinn og svo fer ég að einbeita mér að því. Þá get ég notað menntunina mína. Það er mikilvægt fyrir mig að vera með plan þegar fótboltaferlinum lýkur."

Mörg ár síðan ég hef verið svona spenntur
Sandberg er virkilega spenntur fyrir þessum nýja kafla á ferlinum en það styttist núna í Bestu deildina.

„Ég er mjög spenntur fyrir tímabilinu. Það eru mörg ár síðan ég hef verið svona spenntur fyrir tímabili. Leikmennirnir og þjálfararnir sem við erum með... það er eitthvað í gangi hérna hjá ÍA."

„Við höfum verið að spila vel og höfum unnið lið sem eiga að vera sterkari en við á pappír. Liðið er sterkt og þó við séum að koma upp sem nýliðar, þá held ég að við getum staðið okkur vel. Það væri kannski barnalegt að halda að við verðum á toppnum en við ætlum að halda okkur í deildinni. Við erum ekki komnir hingað til að tapa mörgum leikjum. Við ætlum að standa okkur vel," sagði Sandberg að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner