Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Inter mun velja á milli Alberts og Raspadori
Albert er eftirsóttur
Albert er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Inter mun velja á milli Alberts Guðmundssonar og Giacomo Raspadori í sumar en þetta segir ítalski miðillinn Corriere dello Sport.

Íslenski landsliðsmaðurinn verður einn heitasti bitinn á ítalska markaðanum í sumar en flest öll stórlið deildarinnar hafa áhuga á honum.

Albert, sem er 26 ára gamall, hefur farið mikinn með Genoa á tímabilinu þar sem hann hefur skorað 10 deildarmörk og gefið þrjár stoðsendingar.

Corriere dello Sport heldur því fram að Inter muni velja á milli tveggja leikmanna fyrir sóknarlínuna í sumar; Albert eða Giacomo Raspadori, leikmaður Napoli.

Rasparodi hefur sína kosti. Hann er aðeins 24 ára gamall og ítalskur, en Inter tekur frekar ítalska leikmenn fram yfir erlenda. Albert er hins vegar frábær í að rekja boltann, sem Inter skortir í augnablikinu.

Genoa verðmetur Albert á 30 milljónir evra en Napoli setur 40 milljóna verðmiða á Raspadori.

Milan, Juventus og Napoli eru einnig sögð áhugasöm um Albert, en það verður gaman að sjá hvert næsta skref hans verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner