Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shelby Money í Þór/KA (Staðfest)
Mynd: Þór/KA
Þór/KA hefur samið við bandaríska markvörðinn Shelby Money um að ganga í raðir félagsins. Unnið er að frágangi og umsóknum varðandi félagaskipti og leikheimild og vonast er til að hún verði klár í leikmannahópinn fyrir fyrsta leik í Bestu deildinni þann 21. apríl.

Money er fædd 1997 og verður 27 ára í næsta mánuði. Hún kemur frá New Jersey þar sem hún spilaði með liði Rowan-háskólans á árunum 2015-2018 við góðan orðstír.

Að loknu háskólanámi hefur hún komið við hjá sterkum félögum, samdi við Racing Louisville FC árið 2021 og var nú síðast hjá Gotham FC í bandarísku atvinnumannadeildinni.

Money hlakkar til að takast á við ný verkefni. „Ég er þakklát fyrir tækifærið að prófa eitthvað nýtt og halda áfram að byggja upp ferilinn. Þór/KA vakti áhuga minn þar sem klúbburinn virðist eins og ein stór fjölskylda og ég hlakka til að komast inn í hópinn og kynnast fólkinu,“ segir hún um komu sína til félagsins.

Nýir leikmenn lofa góðu
Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Þórs/KA frá því í fyrra, en þegar upp er staðið verða þær líklega færri en oft áður á undanförnum árum. Þór/KA hefur nú samið við þrjá erlenda leikmenn í stað þeirra þriggja sem spiluðu fyrir félagið í fyrra, en þær Dominique Randle, Melissa Lowder og Tanhai Annis hafa farið annað, ásamt Jakobínu Hjörvarsdóttur sem gekk til liðs við Breiðablik.

Nýir leikmenn sem Þór/KA hefur gert samninga við eru Lara Ivanusa (Slóvenía), Lidija Kulis (Bosnía) og Shelby Money (Bandaríkin). „Þær Lara og Lidija hafa nú þegar komið við sögu í nokkrum leikjum með liðinu í Lengjubikarnum og lofa góðu um framhaldið," segir í tilkynningu Þórs/KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner