Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
   mið 27. mars 2024 22:38
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við byrja vel fyrstu 25 mínúturnar og fáum tvö fyrstu færin í leiknum. Við nýttum ekki þau færi og þegar þú kemur hingað og spilar á móti góðu Blikaliði þá þarftu að nýta þessi færi. Síðan fá þeir á silfurfati fyrsta markið og skora úr aukasyrnu rétt fyrir hálfleik. Við höldum áfram að fá góð færi til að jafna í 2-2. En síðan fannst mér botninn detta úr þessu hjá okkur eftir þriðja markið þeirra. Þá riðlast okkar leikur og Blikarnir nýttu sér það. En Mínir menn héldu áfram og á öðrum degi hefði niðurstaðan getað verið önnur. En það var óþarfi að missa þetta niður í 4-1.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna eftir 4-1 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í úrlistum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 ÍA

Skagamenn fengu fín færi í dag til þess að ná í úrslit en Jón Þór telur það að 4-1 gefi ekki rétta mynd af leiknum. 

Fyrir utan þessi færi erum við að skapa okkur fullt af stöðum í fyrri hálfleik þar sem vantaði herslumuninn að breyta þeim í hætttulegi færi og við munum gera það í komandi leikjum. Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling það er engin spurning.

Núna er rétt rúmlega vika í fyrsta leik Skagamanna í Bestu deildinni og Jón Þór lýst vel á framhaldið.

Í tveimur síðustu leikjum í Lengjubikarnum hefur verið dálítið rót á liðinu okkar. Núna höfum við 10 daga að þétta liðið aðeins og að koma síðustu púslunum aðeins inn í þetta.

Jón Þór fékk síðan að sjálfsögðu eina klassíska spurningu á Skagaþjálfarann varðandi Rúnar Má sem er orðaður við ÍA.

Það er ekkert nýtt í því. Hann er bara að æfa á fullu í sinni endurhæfingu og gengur mjög vel.“

Jón Þór segist vera mjög spenntur fyrir komandi átökum í Bestu deildinni.

Maður er bara mjög spenntur. Það er stutt í mót og núna þurfum við bara að gera okkur klára.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner