Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 27. mars 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Skipti um landslið en sér líklega eftir því í dag
Mahmoud Dahoud
Mahmoud Dahoud
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mahmoud Dahoud, leikmaður Stuttgart í Þýskalandi, ákvað á dögunum að skipta um landslið en hann valdi það að spila fyrir Sýrland í stað Þýskalands.

Dahoud, sem á ættir sínar að rekja til Sýrlands, er uppalinn í Þýskalandi og spilaði tvo vináttulandsleiki fyrir þjóðina, en var ekki í myndinni næstu árin og fékk hann því leyfi til að skipta um landslið.

Leikmaðurinn átti að taka þátt í sínu fyrsta verkefni með Sýrlandi í þessum mánuði, en yfirgaf æfingabúðir landsliðsins eftir nokkra daga. Fótboltasambandið greindi frá því að það hafi ekki getað mætt kröfum leikmannsins og umboðsmannsins og því fór sem fór.

Dahoud hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en þar virðist hann staðfesta að eitthvað hafi ekki verið með felldu þegar hann mætti í ferðina.

„Varðandi fréttir og orðróma í fjölmiðlum vil ég fá að koma mínum tilfinningum og stöðu á framfæri. Sem reynslumikill atvinnumaður finnst mér að leikmaður eigi að geta spilað sinn besta leik til að heiðra land, fána og landslið sitt.“

„Til að það sé hægt þá á hver einasti leikmaður að vera settur í bestu mögulegu aðstæðurnar, sérstaklega á vellinum. Toppfótbolti virkar með sérstökum meginreglum sem þarf að þekkja, virða og uppfylla. Þegar þér líður eins þessum meginreglum og skilyrðum sé ekki mætt og ekki er staðið við loforð, þá þarf maður að draga sig til baka.“

„Ef þér er ekki leyft að vera lausnin, þá þarftu alla vega ekki að vera hluti vandamálsins. Ég ber ómælda virðingu fyrir landi mínu, fána og fólkinu og mun því ekki tjá mig um yfirlýsingu sýrlenska fótboltasambandsins eða tengdar ásakanir á leikdag. Ég óska landsliðinu alls hins besta og það er mikilvægasta í þessu,“
sagði Dahoud.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner