Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   lau 27. apríl 2024 16:39
Sölvi Haraldsson
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er svekkjandi því mér fannst við vera betra liðið í dag í 75% af leiknum. Frábær fyrri hálfleikur. Við byrjuðum seinni hálfeikinn ekki nógu vel. En síðan unnum við okkur inn í leikinn og sköpuðum fullt af færum. Ég er bara mjög ósáttur með að þær náðu í sigurmarkið í lokin því við miklu betri í dag fannst mér.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 3-2 grátlegt tap gegn Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Stjarnan

Keflavík fengu víti á 36. mínútu eftir að Stjarnan tóku markspyrnu og stoppuðu boltann með hendinni eftir að hafa tekið markspyrnuna. Jonathan var á því að þetta var réttur dómur að dæma víti.

Þetta var víti. Leikmaðurinn tók spyrnuna og stoppaði boltann svo með höndinni.“

Jonathan fékk gult spjald í leiknum en hann er allt annað en sáttur með það hvernig samskiptin við dómara hér á Íslandi er. Hann vill fá að geta tjáð sig og spurt dómara spurningar. 

Samskiptin við dómarana og fjórða dómaran er bara ekki nógu góð, mjög slæm. Við sem þjálfarar eigum að geta spurt þá spurningar. Það er mjög slæmt að sjá hvert dómgæslan er að stefna. Það verður að vera eitthvað svigrúm fyrir þjálfaran að tjá sig hvernig þeim líður eftir að dómarinn tekur ákvörðum sem er slæm. Eitthvað var rangt hjá þeim og ég var að spurja þá út í það. Það er ósanngjarnt að maður eigi bara að halda kjafti.“

Kristrún Ýr, var tekin af velli undir leikslok vegna meiðsla. Glenn veit ekki hvernig staðan er á henni núna.

Ég veit það ekki. Ég hef ekki talað við hana eða sjúkrarþjálfarana þannig ég er ekki viss með það.“

Keflavík eiga erfiða leiki framundan en þær eru með 0 stig á töflunni eftir tvo leiki.

„Fyrir okkur er hver einasti leikur erfiður. Við verðum að vera tilbúin fyrir hvern einasta leik en við þurfum að fara að ná í stig á töfluna. Hver einasti leikur í Bestu deildinni er erfiður.“ sagði Jonathan Glenn að lokum

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner