Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 27. apríl 2024 16:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Amanda hetja Vals - Ótrúleg endurkoma í Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannah með tvö mörk fyrir Stjörnuna.
Hannah með tvö mörk fyrir Stjörnuna.
Mynd: Stjarnan

Amanda Andradóttir reyndist hetja Vals þegar liðið heimsótti Þrótt í dag. Þá vann Stjarnan í ótrúlegum leik í Keflavík.


Valskonur komust yfir snemma leiks þegar Jasmín Erla Ingadóttir komst ein í gegn og lagði boltann út á Guðrúnu Elísabetu sem var ekki í neinum vandræðum með að setja boltann inn í opið markið.

Þær voru þó ekki lengi með forystuna því Sierra Marie Lelii jafnaði metin. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir átti slæma sendingu til baka sem Sierra komst inn í og fór framhjá Fanneyju í marki Vals og setti boltann í netið.

Það var síðan Amanda sem tryggði Val sigur með þriðja marki sínu í fyrstu tveimur leikjunum. Kristrún Rut Antonsdóttir var nálægt því að jafna metin strax í upphafi síðari hálfleiks en setti boltann í hliðarnetið af örstuttu færi.

Það var hörku leikur í Keflavík þar sem heimakonur voru með tveggja marka forystu í hálfleik en Hannah Sharts skoraði tvö mörk með þriggja mínútna millibili og jafnaði metin.

Hannah fullkomnaði sinn leik með því að leggja síðan upp sigurmarkið á Caitlin Meghani Cosme.

Þróttur R. 1 - 2 Valur
0-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('9 )
1-1 Sierra Marie Lelii ('16 )
1-2 Amanda Jacobsen Andradóttir ('24 )
Lestu um leikinn

Keflavík 2 - 3 Stjarnan
1-0 Anita Lind Daníelsdóttir ('36 , víti)
2-0 Susanna Joy Friedrichs ('45 )
2-1 Hannah Sharts ('50 )
2-2 Hannah Sharts ('53 )
2-3 Caitlin Meghani Cosme ('87 )
Lestu um leikinn

Athugasemdir
banner
banner
banner