Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 27. apríl 2024 21:19
Brynjar Ingi Erluson
England: Slæm úrslit fyrir bæði lið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Aston Villa 2 - 2 Chelsea
1-0 Marc Cucurella ('4 , sjálfsmark)
2-0 Morgan Rogers ('42 )
2-1 Noni Madueke ('62 )
2-2 Conor Gallagher ('81 )

Aston Villa og Chelsea skildu jöfn, 2-2, á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þessi úrslit gera ekki mikið fyrir liðin, sem eru bæði í Evrópubaráttu.

Heimamenn í Villa eru að berjast um að komast í Meistaradeild Evrópu og gæti það því reynst dýrt að hafa glutrað niður tveggja marka forystu.

Marc Cucurella kom boltanum í eigið net á 4. mínútu. John McGinn fékk boltann í miðjum teignum eftir sendingu frá vinstri, setti hann í Cucurella og þaðan fór hann í netið.

Gestirnir fengu alveg færin til að jafna og jafnvel komast yfir. Nicolas Jackson skaut í stöng og þá var mark dæmt af honum nokkrum mínútum áður.

Chelsea var með ágætis völd á leiknum en samt tókst Villa að komast í 2-0 er Morgan Rogers skoraði með góðu skoti úr þröngu færi rétt fyrir utan teig og neðst í nærhornið.

Mauricio Pochettino fór yfir málin með leikmönnum Chelsea í hálfleik og virkaði sú ræða ágætlega.

Noni Madueke minnkaði muninn eftir að Douglas Luiz tapaði boltanum. Conor Gallagher var tekinn niður í teignum en var búinn að skila boltanum á Madueke sem skoraði. Dómarinn gerði vel að beita hagnaði í þessu atviki, en annars hefði þetta verið vítaspyrna.

Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum skoraði Gallagher jöfnunarmarkið með glæsilegu skoti rétt fyrir utan teig. Hann fékk allan tímann í heiminum til að munda vinstri fótinn áður en hann teiknaði hann efst upp í vinstra hornið.

Í uppbótartíma kom Axel Disasi boltanum í netið og taldi hann sig hafa fullkomnað magnaða endurkomu Chelsea, en markið var tekið af þar sem Benoit Badiashile ýtti aftan í bakið á Diego Carlos og þá var Disasi líklega rangstæður í leiðinni.

Lokatölur 2-2 á Villa Park. Aston Villa er áfram í 4. sæti með 67 stig, aðeins sjö stigum á undan Tottenham sem á þrjá leiki inni. Chelsea er í 9. sæti með 48 stig og getur nú farið að gleyma hugmyndinni um að spila í Evrópu á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner