Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   þri 23. apríl 2024 22:36
Kári Jón Hannesson
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun Selfoss af Dean Martin eftir tímabilið í fyrra
Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun Selfoss af Dean Martin eftir tímabilið í fyrra
Mynd: Selfoss

Ég er bara fúll í sjálfu sér. Leikplanið gekk mjög vel í fyrri hálfleik. Við fórum mjög illa með færin okkar fyrsta klukkutímann og vorum mjög agressívir hérna í lokin líka. Áttum nóg af orku eftir. Þeir voru auðvitað meira með boltann og þannig var líka planið lagt upp en miðað við fjölda færa þá voru úrslitin í engum stíl við það." sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 4-2 tap gegn Fjölni í 32. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Selfoss

Selfyssingar fengu fullt af góðum færum í leiknum en fóru þau mörg forgörðum.

Við sóttum mjög hratt á þá og þeir voru í tómu basli með okkur. Við sköpuðum alveg nóg færi til að vinna leikinn, en við nýttum þau bara mjög illa. Til dæmis í upphafi seinni hálfleiks hefði verið frábært að ná forystunni þegar að Gonzo sleppur einn á móti markmanni og það var það sem við þurftum. 

Þrátt fyrir tap þá var Bjarni mjög sáttur með liðsheildina hjá sínum mönnum

Liðsheildin var frábær. Var mjög ánægður með hana. Þetta hefur verið að vaxa hjá okkur. Við erum með gjörólíkt lið frá því í fyrra og mjög sprækt lið, duglegt"

Selfoss hefur leik í 2. deild þann 4. maí næstkomandi gegn Kormáki/Hvöt eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni í fyrra. 

Mér líður mjög vel fyrir tímabilið. Við erum klárir og þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er ætlast til þess að við förum beint upp og það verður bara að koma í ljós hvað það nær"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner