Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 28. júlí 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Championship deildin fer af stað annað kvöld
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Nýtt tímabil í ensku B-deildinni, Championship, hefst annað kvöld þegar Burnley heimsækir Huddersfield Town.

Jóhann Berg Guðmundsson leikur með Burnley sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en setur stefnuna á að fara beint upp aftur, eins og Watford og Norwich.

Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, er tekinn við stjórnartaumunum hjá Burnley. Hann var sigursæll sem leikmaður hjá City en stjórastarfið er öðruvísi. Hann er með þriggja ára reynslu frá Anderlecht.

Burnley hefur misst öfluga leikmenn á borð við markvörðinn Nick Pope, varnarmennina Nathan Collins, Ben Mee og James Tarkowski og sóknarmaðurinn Wout Weghorst var lánaður til Besiktas í Tyrklandi.

„Það er nýr kafli hafinn hjá Burnley og ómögulegt að spá hvernig liðinu mun vegna. Vincent Kompany hefur sótt marga unga leikmenn og sagt að hann sé kominn til að vera næstu árin. En eftir fallið úr úrvalsdeildinni á síðasta ári hlýtur að vera pressa á Burnley að fara upp aftur sem fyrst," segir Dan Jewell, fréttamaður BBC.

föstudagur 29. júlí
19:00 Huddersfield - Burnley

laugardagur 30. júlí
14:00 Wigan - Preston NE
14:00 Rotherham - Swansea
14:00 Millwall - Stoke City
14:00 Luton - Birmingham
14:00 Cardiff City - Norwich
14:00 Blackpool - Reading
14:00 Blackburn - QPR
14:00 Hull City - Bristol City
16:30 Middlesbrough - West Brom

sunnudagur 31. júlí
11:00 Sunderland - Coventry

mánudagur 1. ágúst
19:00 Watford - Sheffield Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner