Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mið 17. apríl 2024 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Neuer hefur oftast haldið markinu hreinu - Bætti met Casillas
Manuel Neuer eftir leikinn í kvöld
Manuel Neuer eftir leikinn í kvöld
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Manuel Neuer skráði sig í sögubækurnar í kvöld er Bayern München komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu með því að vinna Arsenal, 1-0, á Allianz-Arena.

Neuer, sem er 38 ára gamall, missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla en kom inn í liðið í október.

Í kvöld hélt hann hreinu í fjórða sinn í Meistaradeildinni á tímabilinu og ekki bara það heldur var hann að bæta metið í keppninni.

Enginn markvörður hefur haldið oftar hreinu í keppninni en hann og Iker Casillas voru jafnir fyrir leikinn.

Neuer hefur nú haldið 58 sinnum hreinu. Casillas hefur haldið hreinu 57 sinnum, Gianluigi Buffon 52 sinnum.

Edwin van der Sar er með 52 hrein lök á meðan Petr Cech gerði það 49 sinnum.

Magnað afrek hjá Neuer sem er talinn með bestu markvörðum allra tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner