Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   lau 23. mars 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
Icelandair
Það er mikið sjálfstraust í liðinu, við höfum mikla trú á því að við getum unnið Úkraínu og farið á stórmót
Það er mikið sjálfstraust í liðinu, við höfum mikla trú á því að við getum unnið Úkraínu og farið á stórmót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auðvitað alltaf erfitt að vera í stúkunni, miklu auðveldara að vera niðri á velli og taka þátt í þessu
Auðvitað alltaf erfitt að vera í stúkunni, miklu auðveldara að vera niðri á velli og taka þátt í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Við erum ein leik frá því að komast á stórmót sem er auðvitað frábær staða að vera í
Við erum ein leik frá því að komast á stórmót sem er auðvitað frábær staða að vera í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var frábært, auðvitað alltaf erfitt að vera í stúkunni, miklu auðveldara að vera niðri á velli og taka þátt í þessu. Strákarnir spiluðu bara gríðarlega vel og sérstaklega vel gert að sýna karakter eftir að hafa lent 1-0 undir að koma til baka og vinna leikinn sannfærandi. Það var gaman að sjá."

Sagði Jóhann Berg Guðmundsson við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Búdapest í dag. Jói gat ekki spilað vegna meiðsla þegar Ísland lagði Ísrael að velli á fimmtudagskvöld. Með því tryggði liðið sér sæti í úrslitaleik um sæti á EM. Sá leikur fer fram í Wroclaw í Póllandi og mætir íslenska liðið Úkraínu.

„Það var stress, sérstaklega þegar við fengum færi til að komast yfir en nýttum þau ekki. Svo fá þeir vítaspyrnu og komast 1-0 yfir, þá kemur auðvitað smá stress í mann. Við jöfnum nokkuð fljótlega og setjum svo annað mjög fljótlega eftir það sem róaði taugarnar ansi mikið. Svo gefum við þeim auðvitað annað víti, hefðu þeir skorað úr því þá hefði þetta væntanlega orðið allt annar leikur. Það var gott fyrir okkur að hann klúðraði vítinu og svo förum við og klárum þá mjög fagmannlega."

Vonandi enn fleiri bláir á þriðjudaginn
„Það heyrðist mjög vel í Íslendingunum í stúkunni, alltaf gaman að sjá Íslendinga. Þetta var svona æfingaleikjafílingur yfir þessu öllu saman, ekki margir áhorfendur en alltaf gaman að sjá blátt í stúkunni. Vonandi verða enn fleiri bláir í stúkunni á þriðjudaginn. Við vitum að Icelandair ætlar að fljúga með fólk frá Íslandi, það væri frábært að fá sem mestan stuðning. Við þurfum á því að halda, erum ein leik frá því að komast á stórmót sem er auðvitað frábær staða að vera í."

„Það gefur öllum liðum sem fá stuðning, sérstaklega á útivelli, mikla orku að vita að það er fólk sem mætir og borgar peninga til að koma og styðja okkur. Það gefur okkur mikið inn í hópinn og vonandi koma sem flestir leikinn á þriðjudaginn."


Bjartsýnn alveg fram að síðasta degi
Jói segir að staðan á sér sé betri en á fimmudag. „Við tökum dag fyrir dag, tók þátt í upphitun í dag, svo bætum við ofan á það á morgun og enn meira á mánudaginn. Það er erfitt að segja núna, en ég er nokkuð bjartsýnn og mun halda áfram að vera bjartsýnn alveg fram að síðasta degi."

Við erum íka með mjög góða leikmenn
Hvernig leggst Úkraína sem andstæðingur í fyrirliðann?

„Bara vel, þeir eru auðvitað með frábæra leikmenn og ég held að allir viti það. En við erum líka með mjög góða leikmenn og þetta er 90 mínútna fótboltaleikur - auðvitað gæti hann farið í framlengingu, en vonandi getum við bara klárað þetta á 90 mínútum. Það er mikið sjálfstraust í liðinu, við höfum mikla trú á því að við getum unnið Úkraínu og farið á stórmót. Það er eitthvað sem við ætlum okkur að gera," sagði Jói.

Í viðtalinu ræðir hann um Albert Guðmundsson og þrennuna hans. Hann ræðir einnig um Burnley og stöðu sína þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner