Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 14. apríl 2024 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: ÍA pakkaði HK saman í seinni hálfleik - Viktor Jóns gerði þrennu á tíu mínútum
Viktor Jónsson skoraði fyrstu þrennu tímabilsins
Viktor Jónsson skoraði fyrstu þrennu tímabilsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Aron Antonsson sá rautt undir lok fyrri hálfleiks
Þorsteinn Aron Antonsson sá rautt undir lok fyrri hálfleiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 0 - 4 ÍA
0-1 Arnór Smárason ('52 )
0-2 Viktor Jónsson ('60 )
0-3 Viktor Jónsson ('66 )
0-4 Viktor Jónsson ('70 )
Rautt spjald: Þorsteinn Aron Antonsson, HK ('41) Lestu um leikinn

Nýliðar ÍA eru komnir á blað í Bestu deild karla þetta árið eftir að hafa unnið sannfærandi 4-0 sigur á HK í Kórnum í dag. Viktor Jónsson skoraði þrennu á tíu mínútum í síðari hálfleik.

Fyrri hálfleikurinn var fremur bragðdaufur. Leikurinn einkenndist af mistökum og varð hann hægur fyrir vikið.

Það sem átti eftir að breyta leiknum var einmitt eftir ein mistök. Þorsteinn Aron Antonsson klikkaði á einfaldri sendingu til baka og náði Viktor Jónsson að komast í boltann og framhjá Þorsteini sem reif Viktor niður og uppskar rautt spjald.

Skagamenn nýttu sér liðsmuninn í síðari hálfleiknum. Arnór Smárason kom ÍA á bragðið á 52. mínútu. Skagamenn sóttu vinstra megin, boltinn barst á Arnór sem átti laglegt skot meðfram jörðinni og í netið.

Átta mínútum síðar hófst yfirtaka Viktors. Johannes Vall átti fyrirgjöf inn í teiginn og á Viktor sem tvöfaldaði forystuna en sex mínútum síðar gerði hann annað mark sitt.

Viktor var klókur. Það kom bolti inn fyrir en Viktor var rangstæður og hætti því við að elta boltann. Steinar Þorsteinsson keyrði á hann, upp að endamörkum áður en hann setti boltann út á Viktor sem skoraði.

Á 70. mínútu leiksins fullkomnaði Viktor þrennu sína og skoraði jafnframt fyrstu þrennu deildarinnar í ár. Vall með fyrirgjöf sem var teiknuð á Viktor, sem stangaði boltann í netið. Þrenna á tíu mínútum!

Undir lok leiks átti Arnleifur Hjörleifsson stangarskot fyrir ÍA en fleiri urðu mörkin ekki. Skagamenn sækja fyrsta sigur sinn á tímabilinu og það með stæl, en HK-ingar með aðeins eitt stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 4 4 0 0 11 - 3 +8 12
2.    Breiðablik 4 3 0 1 10 - 6 +4 9
3.    FH 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
4.    ÍA 4 2 0 2 10 - 5 +5 6
5.    Fram 3 2 0 1 3 - 1 +2 6
6.    KR 4 2 0 2 9 - 8 +1 6
7.    Vestri 4 2 0 2 2 - 6 -4 6
8.    Valur 3 1 1 1 2 - 1 +1 4
9.    Stjarnan 3 1 0 2 2 - 5 -3 3
10.    KA 4 0 1 3 5 - 9 -4 1
11.    Fylkir 3 0 1 2 4 - 9 -5 1
12.    HK 4 0 1 3 1 - 8 -7 1
Athugasemdir
banner
banner