Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 14. apríl 2024 11:30
Aksentije Milisic
Framtíð Ten Hag áfram í óvissu - Ekki satt að hann hafi gengið út af blaðamannafundi
Mynd: Getty Images
Rashford hefur verið skugginn af sjálfum sér í vetur.
Rashford hefur verið skugginn af sjálfum sér í vetur.
Mynd: Getty Images

Framtíð Erik ten Hag, stjóra Manchester United, er áfram í mikilli óvissu en liðið er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum í röð.


United spilaði illa gegn Bournemouth í gær og var liðið heppið að ná í eitt stig. Þar á undan gerði liðið jafntefli gegn Liverpool, tapaði gegn Chelsea og gerði jafntefli gegn Brentford.

Félagið þarf kraftaverk til þess að ná sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en United er nú í sjöunda sæti deildarinnar. Ef liðið endar neðar en það þá mun það vera versti árangur í sögu liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Myndband fór af stað í gær þar sem Ten Hag er spurður út í þetta á blaðamannafundi en Hollendingurinn ákvað að svara ekki spurningunni og sást hann ganga út.

Þá fóru miðlarnir á fullt að skrifa að hann hafi gengið út af fundinum en það ku ekki vera rétt. Ef horft er á allan fundinn má sjá að fréttafulltrúinn var búinn að slaufa fundinum og Ten Hag var staðinn upp áður en einn fréttamannanna ákvað að koma með þessa staðreynd.

Úrslitin á næstunni og til loka tímabils munu skera úr um hvort Hollendingurinn verði látinn fara eða ekki.


Athugasemdir
banner
banner
banner