Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 14. apríl 2024 10:25
Aksentije Milisic
Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
Powerade
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Amorim.
Amorim.
Mynd: EPA
Toney til Man Utd?
Toney til Man Utd?
Mynd: Getty Images

Antony, Branthwaite, Wan-Bissaka, Dumfries, Amorim, Zirkzee, Toney, Adarabioyo ásamt fleirum eru í slúðurpakkanum þennan sunnudaginn. BBC tók saman.
____________________


Manchester United ætlar að selja hinn 24 ára gamla Antony og inn í hans stað ætlar félagið að fá Michael Olise. Hann er 22 ára gamall Frakki sem spilar fyrir Crystal Palace. (Rudy Galetti)

Þá ætlar United að bjóða 80 milljónir punda í enska varnarmanninn Jarrad Branthwait (21) sem spilar með Everton. (Sun)

Inter Milan hefur áhuga á að fá Aaron Wan-Bissaka (26) í sínar raðir ef hinn 27 ára gamli Denzel Dumfries ákveður að yfirgefa ítalska stórliðið. (Gazzetta dello Sport)

Ruben Amorim, þjálfari Sporting Lissabon, fær mikla þolinmæði hjá Liverpool til að koma sínum hugmyndum til liðsins ef hann verður ráðinn stjóri liðsins þegar Jurgen Klopp hverfur á braut. (Football Insider)

Arsenal vill fá hinn 22 ára gamla Joshua Zirkzee sóknarmann Bologna. Zirkzee hefur spilað frábærlega í vetur en Arsenal vill að Gabriel Jesus (27) og Kai Havertz (24) fái meiri samkeppni. (TeamTalk)

Manchester United gæti reynt að kaupa Ivan Toney (28) fyrirliða Brentford í sumar. (Mirror)

Tottenham, West Ham og AC Milan hafa áhuga á Tosin Adarabioyo en hann er 26 ára gamall miðvörður Fulham. Samningur hans við Lundúnarliðið rennur út eftir tímabilið. (Mirror)

Fulham og West Ham eru þá að skoða þann möguleika að fá Fotis Ioannidis (24) sóknarmann Panathinaikos. Hann er metinn á 15 milljónir punda. (Sun)

Tottenham ætlar að gefa í og reyna klára kaupin á Ederson. Hann er Brassi sem spilar á miðjunni hjá Atalanta. (TeamTalk)

Lewis Hall, 19 ára gamall leikmaður Chelsea er þessa stundina á láni hjá Newcastle United. Hann ætlar að ganga endanlega í raðir Newcastle eftir tímabilið. (Mirror)

Swansea er að kæra fyrrum stjóra liðsins, Russell Martin, fyrir að brjóta ákvæði í samningi sínum þegar hann fór og tók við Southampton síðasta sumar. (Telegraph)


Athugasemdir
banner
banner