Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mán 15. apríl 2024 09:56
Elvar Geir Magnússon
Celtic í mjög sterkri stöðu eftir gríðarlega óvænt tap Rangers
Cyriel Dessers svekktur og sár.
Cyriel Dessers svekktur og sár.
Mynd: Getty Images
Celtic er líklegast til að vinna skoska meistaratitilinn eftir að grannar þeirra og erkifjendur töpuðu gríðarlega óvænt fyrir Ross County um helgina.

Ross County, sem er næstneðst, í deildinni vann 3-2 sigur og Rangers er nú fjórum stigum á eftir toppliði Celtic. Rangers á leik til góða en það eru ekki margar umferðir eftir.

Ross County kom verulega á óvart um helgina og var með xG upp á 2,96 sem er það hæsta sem lið hefur náð gegn Rangers á tímabilinu.

Svo virðist sem Rangers þurfi að vinna síðasta Old Firm grannaslag tímabilsins til að eiga möguleika á því að vinna 56. skoska meistaratitil sinn. Og það á Celtic Park.

Rangers hefur þegar mistekist í þrígang á þessu tímabili að leggja Celtic.
Athugasemdir
banner
banner