Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 16. apríl 2024 14:01
Elvar Geir Magnússon
Liverpool án Bradley í þrjár vikur
Norður-Írinn Bradley hefur spilað 22 leiki fyrir Liverpool á tímabilinu, skorað eitt mark og átt sex stoðsendingar.
Norður-Írinn Bradley hefur spilað 22 leiki fyrir Liverpool á tímabilinu, skorað eitt mark og átt sex stoðsendingar.
Mynd: Getty Images
Conor Bradley hægri bakvörður Liverpool verður frá í um þrjár vikur vegna ökklameiðsla.

Bradley, sem er tvítugur, varð fyrir meiðslum snemma í seinni hálfleik í tapleiknum gegn Crystal Palace síðasta sunnudag. Hann hefur spilað 22 leiki fyrir Liverpool á tímabilinu.

Trent Alexander-Arnold kom þá inn en hann var að snúa aftur eftir hnémeiðsli sem hafa haldið honum frá síðan í febrúar.

Bradley mun missa af seinni leiknum gegn Atalanta í Evrópudeildinni og deildarleikjum gegn Fulham, Everton og West Ham. Hann gæti snúið aftur í maí þegar Liverpool á leiki gegn Tottenham, Aston Villa og Wolves í lokaumferðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool er 3-0 undir í einvíginu gegn Atalanta. Í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City þegar sex umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner