Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 14. apríl 2024 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Fylkis og Vals: Ein breyting hjá Val - Orri má ekki spila
Gísli Laxdal kemur inn í lið Vals.
Gísli Laxdal kemur inn í lið Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Tyrfings kemur inn í byrjunarlið Fylkis.
Gummi Tyrfings kemur inn í byrjunarlið Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 hefst fimmti leikur 2. umferðar í Bestu deildinni þegar Fylkir og Valur mætast í Árbænum.

Þjálfararnir eru búnir að opinbera byrjunarliðin og má sjá þau hér neðst.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gerir tvær breytingar frá tapinu gegn KR í fyrstu umferð. Rúnar verður þó ekki á hliðarlínunni í kvöld þar sem hann tekur út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í lok leiksins gegn KR. Benedikt Daríus Garðarsson er ekki í hópnum og Orri Hrafn Kjartansson má ekki spila leikinn þar sem hann er í láni frá Val. Inn koma þeir Þórður Gunnar og Guðmundur Tyrfingsson. Þeir Guðmar Gauti Sævarsson og Theodór Ingi Óskarsson koma inn í hópinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, gerir eina breytingu frá sigrinum gegn ÍA. Gísli Laxdal kemur inn í liðið fyrir Sigurð Egil Lárusson sem er ekki í hópnum í dag. Bjarni Guðjón Brynjólfsson kemur inn í hópinn.

Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
22. Ómar Björn Stefánsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
70. Guðmundur Tyrfingsson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
16. Gísli Laxdal Unnarsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson
Athugasemdir
banner
banner
banner