Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 17. apríl 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo
Powerade
Douglas Luiz.
Douglas Luiz.
Mynd: EPA
Jean Clair Todibo.
Jean Clair Todibo.
Mynd: EPA
Tottenham vill Sudakov.
Tottenham vill Sudakov.
Mynd: Getty Images
Miðvikudagsslúðrið er að margra mati það besta. Douglas Luiz, Todibo, Sancho, Antony, Wirtz, Pacho, Nketiah og Gibbs-White eru meðal þeirra sem koma við sögu í pakka dagsins.

Búist er við því að Aston Villa muni endurnýja áhuga sinn á Douglas Luiz (25), miðjumanni Aston Villa, í sumar. (Football Insider)

Fulham horfir til Trevoh Chalobah (24) varnarmanns Chelsea sem mögulegan kost í stað miðvarðarins Tosin Adarabioyo (26) sem búist er við að yfirfefi Fulham í lok tímabils. (Teamtalk)

Manchester United hefur beint sjónum sínum að franska varnarmanninum Jean-Clair Todibo (24) hjá Nice eftir að verðmiði Everton á Jarrad Branthwaite (21) fældi félagið frá. (Teamtalk)

Enski vængmaðurinn Jadon Sancho (24) væri opinn fyrir því að endurræsa feril sinn hjá Manchester United og snúa aftur til félagsins ef Erik ten Hag fer. (i news)

United vill selja brasilíska vængmanninn Antony (24) í sumar. (Rudy Galetti)

Bayer Leverkusen hefur sett 150 milljóna evra (128 milljóna punda) verðmiða á þýska sóknarmiðjumanninn Florian Wirtz (20) en Barcelona og Real Madrid hafa sýnt honum áhuga. (Radio Marca)

Tottenham vonast til að framlengja lánssamningi þýska vængmannsins Timo Werner (28) frá RB Leipzig frekar en að virkja ákvæði um að kaupa hann. (HITC)

Arsenal og Liverpool hafa áhuga á ekvadorska miðverðinum Willian Pacho (22) sem spilar fyrir Eintracht Frankfurt. (Florian Plettenberg)

Arsenal mer tilbúið að selja enska framherjann Eddie Nketiah (24) í sumar en vill þá fá 40 milljónir punda. (HITC)

Tottenham er að íhuga að fá úkraínska miðjumanninn Giorgi Sudakov (21) frá Shaktar Donetsk. (Caught offside)

Tottenham mun hlusta á tilboð í spænska kantmanninn Bryan Gil (23) í sumar. (Football Insider)

Newcastle hefur endurnýjað áhuga sinn á enska miðjumanninum Morgan Gibbs-White (24) hjá Nottingham Forest. (Football Insider)

Liverpool ætlar að ráða David Woodfine sem aðstoðaríþróttastjóra Richard Hughes þar sem hann snýr aftur á Anfield innan við ári eftir að hann yfirgaf félagið. (Liverpool Echo)

Manchester United mun hefja viðræður við enska miðjumanninn Kobbie Mainoo (18) um nýjan samning í sumar. (Sun)

Everton vill framlengja samning enska framherjans Dominic Calvert-Lewin (27) sem rennur út í lok næsta tímabils. (Football Insider)

Wrexham vill breyta láni enska markvarðarins Arthur Okonkwo (22) frá Arsenal í varanlegan samning. (The Athletic)

Juventus mun hlusta á tilboð í ítalska framherjann Federico Chiesa (26) sem hefur verið orðaður við Liverpool og Newcastle, eftir ósætti milli hans og stjórans Massimiliano Allegri um hlutverk hans. (Tuttosport)
Athugasemdir
banner
banner
banner