Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 15. apríl 2024 09:38
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is | Dr. Football 
Segir áherslur Arnars Grétars hafa neikvæð áhrif á Valsliðið - „Leikmenn virðast ekki hafa neitt frelsi“
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarinn Arnar Sveinn Geirsson gagnrýnir nafna sinn, Arnar Grétarsson þjálfara Vals, í nýjasta þætti Dr. Football. Arnar Sveinn er fyrrum leikmaður Vals og forseti leikmannasamtakanna.

Valsmenn náðu sér ekki á strik í Árbænum í gær og gerðu markalaust jafntefli gegn Fylki, liði sem flestir spá falli eða fallbaráttu.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Vandamálið að mínu mati er að Arnar Grétarsson er bara að flækja hlutina allt of mikið. Þetta lið þarf ekki svona mikið af reglum og svona mikinn ramma," segir Arnar Sveinn í þættinum og gagnrýnir æfingaáherslur nafna síns.

„Það verður allt ógeðslega hægt, ekkert tempó í neinu. Leikmenn virðast ekki hafa neitt frelsi á vellinum til að fara út úr því sem á að vera að gera. Það er alltaf verið að snúa til baka og aldrei sækja fram, Við erum löturhægir alltaf og það er vegna þess að tempóið á æfingum er ekki neitt. Það eru langar æfingar og allt lengi að gerast. Það bara smitar inn á völlinn."

Valur vann sannfærandi 2-0 sigur gegn ÍA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar en liðið fann ekki taktinn í leiknum í gær.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 4 4 0 0 11 - 3 +8 12
2.    Breiðablik 4 3 0 1 10 - 6 +4 9
3.    FH 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
4.    Fram 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
5.    ÍA 4 2 0 2 10 - 5 +5 6
6.    KR 4 2 0 2 9 - 8 +1 6
7.    Vestri 4 2 0 2 2 - 6 -4 6
8.    Valur 4 1 2 1 3 - 2 +1 5
9.    Stjarnan 3 1 0 2 2 - 5 -3 3
10.    KA 4 0 1 3 5 - 9 -4 1
11.    Fylkir 3 0 1 2 4 - 9 -5 1
12.    HK 4 0 1 3 1 - 8 -7 1
Athugasemdir
banner
banner
banner