Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 17. apríl 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barca kemst ekki á HM - Arsenal þarf að vinna Meistaradeildina
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru tólf lið frá Evrópu sem munu taka þátt á HM félagsliða á næsta ári, þar sem 32 lið munu í fyrsta sinn etja kappi á mótinu.

Mótið verður haldið í Bandaríkjunum frá júní til júlí 2025 og hafa ellefu af tólf Evrópuliðum tryggt sér þátttöku eftir leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu.

Spænsku liðin Atlético Madrid og Barcelona voru slegin úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og missa Börsungar því af tækifærinu að spila á HM á næsta ári, en Atlético fær þátttökurétt.

Atlético og Real Madrid verða þá einu liðin frá Spáni til að taka þátt í mótinu, á meðan Manchester City og Chelsea fara frá Englandi, FC Bayern og Borussia Dortmund frá Þýskalandi og Inter og Juventus frá Ítalíu.

Benfica og Porto fá þátttökurétt frá Portúgal ásamt PSG frá Frakklandi, en tólfta liðið er enn óákveðið.

Þar er RB Salzburg frá Austurríki í baráttu við Arsenal úr enska boltanum, en eina leiðin fyrir Arsenal til að tryggja sér sæti á HM er með því að vinna Meistaradeildina í vor.

Salzburg er því í frábærri stöðu og getur tryggt sér sæti á HM í kvöld, ef Arsenal mistekst að leggja Bayern af velli í München.


Athugasemdir
banner
banner
banner