Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 17. apríl 2024 09:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nokkrir stuðningsmenn KR með heilsíðu auglýsingu í Mogganum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Nokkrir stuðningsmenn KR" eru stílaðir fyrir heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag.

Þar er vakin athygli á að karlalið KR sé það lið sem hefur oftast allra liða orðið Reykjavíkurmeistari, bikarmeistari og Íslandsmeistari.

„ÞAÐ ER BARA TIL EITT STÓRVELDI Á ÍSLANDI"

Stuðningsmenn KR hafa mætt vel á fyrstu tvo leiki Íslandsmótsins, látið vel í sér heyra og er KR með fullt hús eftir leiki gegn Fylki og Stjörnunni.

Þegar við unnum ekki stóran titil í 30 ár frá 1969-1999 þá vorum við samt yfirleitt með flesta áhorfendur á vellinum. Það er tryggð. Það er stolt. Við stöndum saman allir sem einn. Nú er Íslandsmótið hafið.

Byggjum upp alvöru stemningu og mætum á völlinn. Stöndum með okkar strákum í blíðu og stríðu. Það getur gert gæfumuninn. Þeir segjast allir finna mikið fyrir því inni á vellinum þegar vel er mætt og stuðningurinn er mikill.

Það er rétt að sum önnur lið eru með fleiri leikmenn og dýrari á samningi. En það eru gömul sannindi og ný að það eru bara 11 sem byrja inni á vellinum. Eins og ávallt þá mun KR gera atlögu að öllum titlum sem eru í boði.

Með hjálp bestu og tryggustu stuðningsmanna landsins er allt mögulegt.

NOKKRIR STUÐNINGSMENN KR
ÁFRAM KR


Næsti leikur KR er gegn Fram á AVIS vellinum í Laugardal á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner