Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 17. apríl 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Gündogan átti að fá vítaspyrnu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það var gríðarlega mikil dramatík í leikjum gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu og þá sérstaklega í Barcelona þar sem Xavi, þjálfari Börsunga, var æfur út í rúmenska dómara leiksins.

Xavi var gríðarlega ósáttur með dómgæsluna þar sem dómarinn rak Ronald Araújo af velli á 29. mínútu og sendi svo Xavi upp í stúku í síðari hálfleik, áður en hann missti af vítaspyrnu sem átti að vera dæmd á 65. mínútu.

Ilkay Gündogan féll þá innan vítateigs PSG eftir samskipti við Marquinhos og Vitinha en ekkert var dæmt. Vitinha rak nokkuð augljóslega hnéð sitt í fótinn á Gundogan innan teigs, en hvorki dómarinn né VAR-teymið hlustuðu á mótmæli Börsunga.

Jose Ramon de la Fuente, markmannsþjálfari Barca, var rekinn upp í stúku vegna mótmæla þegar vítaspyrna var ekki dæmd og fékk Gundogan einnig gult spjald fyrir mótmæli.

Staðan var 1-3 fyrir PSG þegar atvikið átti sér stað og hefði mark getað breytt gangi mála á lokakaflanum.

Lokatölur urðu 1-4 fyrir PSG, eða 4-6 samanlagt.

Ilkay Gündogan goes down in the Box, but no Penalty given
byu/dragon8811 insoccer


Xavi confronting the ref after the game
byu/Chelseatilidie insoccer

Athugasemdir
banner
banner