Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
   sun 14. apríl 2024 22:23
Elvar Geir Magnússon
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Olgeir Sigurgeirsson.
Olgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olgeir Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari Fylkis stýrði liðinu í kvöld á meðan Rúnar Páll Sigmundsson var í stúkunni vegna leikbanns. Fylkismenn sýndu mikla baráttu og karakter gegn Val og hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Mér fannst við koma af miklum krafti inn í leikinn, klúðrum víti, fengum fullt af góðum færum og góðum upphlaupum. Ég er bara svekktur yfir því að hafa ekki unnið leikinn," segir Olgeir í viðtali við Sæbjörn Steinke.

Miðvörðurinn Orri Sveinn Stefánsson klúðraði vítaspyrnu á 42. mínútu en það kom mörgum á óvart að sjá hann fara á punktinn. Benedikt Daríus Garðarsson er vítaskytta númer eitt hjá Fylki en hann var ekki með í kvöld.

„Orri er mjög sparkviss og ég var bara mjög hissa á því að hann hefði ekki skorað. Þetta var bara mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út."

Hvernig fannst honum frammistaða liðsins?

„Frammistaða liðsins var frábær og er búin að vera það í báðum leikjunum. Eina sem svíður er að þessar frammistöður hafa bara skilað einu stigi. Við erum sáttir við frammistöðuna en ekki stigafjöldann."

Hann segist ánægður með hvernig Fylkisliðinu tókst að takmarka þau færi sem Valur fékk og hrósar markverðinum, Ólafi Kristófer Helgasyni sem átti mjög góðan leik.

„Óli er bara frábær markvörður og hann er ekki að koma okkur neitt á óvart," segir Olgeir.

Hann segir að Benedikt Daríus hafi fengið í lærið á æfingu í vikunni og verði frá í einhvern tíma.

Er Fylkir að skoða eitthvað á markaðnum?

„Nei, það er bara ekki tími til þess. Það þarf að þjálfa þessa stráka, þetta eru strákar á besta aldri og við leggjum mikla vinnu á æfingasvæðinu. Þessir strákar verða bara betri og betri. Leiðin er bara upp á við."

Hvernig var að standa á hliðarlínunni sem aðalþjálfari?

„Það var bara mjög gaman, það er líka mjög gaman að vera með Rúnari. Planið fyrir leik var mjög skýrt," segir Olgeir en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner