Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 15. apríl 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vissu greinilega ekkert nógu margir að ég væri heill"
'Vonandi gengur þetta vel í sumar og ég spila sem mest'
'Vonandi gengur þetta vel í sumar og ég spila sem mest'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér finnst ég eiga að spila í þessu liði og á meðan ég er heill vil ég vera að spila'
'Mér finnst ég eiga að spila í þessu liði og á meðan ég er heill vil ég vera að spila'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom einhverjum á óvart að sjá nafn Orra Sigurðar Ómarssonar í byrjunarliði Vals í 1. umferð Bestu deildarinnar fyrir rúmri viku síðan. Valur átti góðan leik og vann sannfærandi sigur á ÍA og Orri var á sínum stað í liðinu í gær gegn Fylki.

Orri, sem er 29 ára varnarmaður, meiddist illa í aðdraganda Íslandsmótsins 2022 og kom til baka í lok mótsins í fyrra. Í vetur lék hann alls einungis tvo leiki í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum.

Orri ræddi við Fótbolta.net og mbl.is eftir leikinn í gær.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

Kom þér eitthvað á óvart að vera í byrjunarliðinu í fyrsta leik?

„Nei," sagði Orri og hló. „Alls ekki, mér finnst ég eiga að spila í þessu liði og á meðan ég er heill vil ég vera að spila. Það vissu greinilega ekkert nógu margir að ég væri heill og kom kannski einhverjum á óvart, en ekki öllum."

„Ég er í nárabuxum og alls konar vesen en ekkert sem hamlar mér á vellinum."

„Það er geðveikt að vera kominn aftur á völlinn, frábært, sérstaklega þegar liðið er svona gott. Vonandi gengur þetta vel í sumar og ég spila sem mest,"
sagði Orri að lokum.
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Athugasemdir
banner
banner